Fyrirkomulag kennslu og prófa á næstu vikum

Vegna vekfalls þarf að gera breytingar á dagtali skólans.  Hafa breytingarnar þau áhrif á fyrirkomulag kennslu  að ein kennsluvika bætist við í maí,  nema í þeim áföngum sem voru kenndir í verkfalli. Prófatímabilið hefst ekki fyrr en 12. maí en átti að hefjast 5. maí.  Auk þess er laugardeginum 17. maí bætt við sem prófdegi en prófdögum fækkar samt um einn. Prófatímabili lýkur með sjúkraprófum 21. maí í stað 16. maí.  Eina breytingin sem gæti orðið á þessu er að laugardeginum 10. maí verði bætt við sem fyrsta prófdegi en það kemur ekki í ljós fyrr en próftafla liggur fyrir eftir páskafrí.

Rétt er að geta þess að þessar breytingar hafa ekki áhrif á páskafrí og brautskráningu.  Á meðfylgjandi dagatali eru kennsludagar grænir en prófdagar rauðir.

                                              Fjarðabyggð 8. apríl 2014
                                              Elvar Jónsson
                                              Skólameistari

01 fim   Baráttud. verkalýðsins
02 fös 74  
03 lau    
04 sun    
05 mán 75  
06 þri 76  
07 mið 77  
08 fim 78  
09 fös 79  
10 lau    
11 sun    
12 mán p1  
13 þri p2  
14 mið p3  
15 fim p4  
16 fös p5  
17 lau p6  
18 sun    
19 mán p7  
20 þri p8  
21 mið p9 sjúkrapróf
22 fim    Eink. á innu og prófsýning
23 fös    
24 lau   Brautskráning
25 sun    
26 mán    
27 þri    
28 mið    
29 fim    
30 fös    
31 lau