Í Verkmenntaskóla Austurlands er lagt mikið upp úr kröftugu félagslífi . Í þeim anda var efnt til sunddags
þriðjudaginn 26. febrúar. Þetta árið er hreyfing þema átaksins Heilsueflandi framhaldsskóli og falla viðburðir
íþróttaiðkunar vel að því.
Sunddagurinn var skipulagður af nemendum og kennara í íþróttaakademíunni og fór vel fram. Alls tóku þátt 24 nemendur í sundinu
en einnig var öflugt klapplið á bakkanum. Dagskráin hófst í setustofu nemenda með ávöxtum og söng en síðan var haldið í
laugina. Keppt var í ýmsum greinum, þ.á.m. ormasundi, kafsundi, glasasundi og rennibrautarallý. Kennarar voru einnig með lið og kepptu þeir við
sigurlið hverrar greinar með misgóðum árangri. Baráttan var hörð en gleðin skein samt úr hverju andliti eins og sjá má á
meðfylgjandi myndum.
Lilja Tekla Jóhannsdóttir og Sigrún Hilmarsdóttir, nemendur í Íþróttaakademíunni.
Kennarar og nemendur
Ormasund