Bréf skólameistara vegna verkfallsboðunar

Ágætu nemendur og forráðarmenn.

Meirihluti félagsmanna Kennarasambands Íslands (KÍ) í ríkisreknum framhaldsskólum hefur samþykkt verkfallsboðun. Til stendur að verkfall hefjist 17. mars, hafi samningar ekki náðst.

Komi til verkfalls verða samt eftirtaldir áfangar kenndir samkvæmt stundaskrá:

ART 491

EÐL 103

LOL 203

RAM 702

RLT 202

RLT 302

RTM 102

RTM 302

RÖK 102

STR 402

TNT 202

TNT 403

TTÖ 102

VSM 203

 Komi til verkfalls fellur önnur kennsla niður t.a.m. á starfsbraut. Það skal þó ítrekað að skólinn mun bjóða upp á þjónustu að því marki að ekki sé verið að ganga í störf félagsmanna KÍ. Skrifstofa skólans verður opin og stór hluti kennslurýmis. Áður hefur komið fram að heimavist verður opin ásamt bókasafni, lestraraðstöðu, tölvuaðstöðu og mötuneyti. Einnig komast nemendur til og frá skólanum með almenningssamgöngum.

 Nemendur eru hvattir til að halda sínu striki eins og mögulegt er komi til verkfalls. Nemendur og forráðarmenn þurfa að fylgjast vel með fréttum yfir helgina því ef semst fyrir 17. mars þá heldur kennsla áfram eins og venjulega.

 

Fjarðabyggð 14. mars 2014

Elvar Jónsson

skólameistari