Ágætu nemendur og forráðarmenn.
Meirihluti félagsmanna Kennarasambands Íslands (KÍ) í ríkisreknum framhaldsskólum hefur samþykkt verkfallsboðun. Til stendur að
verkfall hefjist 17. mars, hafi samningar ekki náðst. Komi til verkfalls mun skólinn bjóða upp á þjónustu að því marki að ekki
sé verið að ganga í störf félagsmanna KÍ. Í þessu sambandi er reiknað með að heimavist verði opin ásamt bókasafni,
lestraraðstöðu, tölvuaðstöðu og mötuneyti. Einnig komast nemendur til og frá skólanum með almenningssamgöngum. Beðið er svara
frá menntamálaráðuneytinu varðandi ýmis atriði, komi til verkfalls. Ættu þau svör að vera komin í næstu viku.
Boðið verður upp á kynningarfundi fyrir nemendur og forráðarmenn í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. Þeir fundir verða
auglýstir sérstaklega á heimasíðu skólans og með tölvupósti.
Fjarðabyggð 7. mars 2014
Elvar Jónsson
skólameistari