Bréf skólameistara vegna verkfallsboðunar - kynningarfundir

Ágætu nemendur og forráðarmenn.

 Meirihluti félagsmanna Kennarasambands Íslands (KÍ) í ríkisreknum framhaldsskólum hefur samþykkt verkfallsboðun. Til stendur að verkfall hefjist 17. mars, hafi samningar ekki náðst.

Boðið verður upp á kynningarfundi fyrir nemendur og forráðarmenn á morgun, fimmtudag, hafi samningar ekki náðst. Yngri nemendur eru boðaðir á fund kl.11:35 en nemendur fæddir 1995 eða fyrr eru boðaðir kl.12:00. Kennslustundir falla ekki niður en nemendur fá leyfi rétt á meðan þeir sækja fundina. Kynningafundur fyrir forráðarmenn verður kl.18:00. Allir fundirnir verða í stofu 1.

 

Fjarðabyggð 12. mars 2014

                                  

Elvar Jónsson

skólameistari