Breytingar í VA

Eins og greint var frá fyrir jólin hefur Birgir Jónsson tekið við starfi skólameistara VA út skólaárið. Samhliða því hafa verið gerðar tímabundnar breytingar í stjórnendateymi skólans. Guðný Björg Guðlaugsdóttir náms- og starfsráðgjafi mun færa sig til í starfi og taka við verkefnum sem snúa að áfangastjórn, s.s. Innu, skráningu í og úr áföngum og töflugerð nemenda.

Petra Lind Sigurðardóttir, mun áfram gegna starfi gæða- og verkefnastjóra en auk þess vera Birgi innan handar varðandi verkefni aðstoðarskólameistara sem snúa að stjórnun skólans. Hún verður jafnframt staðgengill skólameistara.

Náms- og starfsráðgjöf verður með þeim hætti að inn koma tveir náms- og starfsráðgjafar nú á vorönn 2025, Aldís Anna Sigurjónsdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir. Viðtalstímar náms- og starfsráðgjafa í skólanum verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9-15. Nemendur geta pantað tíma annað hvort með því að senda þeim tölvupóst (aldisanna@va.is og sigruneva@va.is) eða í gegnum skrifstofuna.