Edrúfélag VA
Á skemmtunum á vegum nemendafélags Verkmenntaskóla Austurlands gefst nemendum kostur á að blasa í áfengismæli. Með því
er ekki aðeins verið að koma í veg fyrri ölvun nemenda á skemmtunum skólans heldur fara nöfn þeirra sem blása í edrúpott. Sami
háttur var að sjálfsögðu hafður á þann 22. apríl sl. þegar árshátíð nemendafélagsins var haldin.
Miðvikudaginn 29.apríl voru dregnir sigurvegarar upp úr edrúpottinum svokallaða sem geymdi nöfn þeirra sem blésu á
árshátíðinni. Í þetta skipti voru pottarnir tveir, einn fyrir alla nemendur skólans og annar fyrir félaga í edrúfélagi
skólans og höfðu meðlimir þess því tvöfalda möguleika á vinningi. En vinningarnir voru ekki af verri endanum, Bose-hátalarar fyrir
sigurvegara í potti edrúfélagsins og sigurvegarinn í stærri pottinum hreppti Seinnheiser-heyrnartól. Sigurvegari í edrúpottinum var Smári
Gunnarsson og Júlíus Óli Jakobsen var dreginn úr stóra pottinum.