Edrúpottur

Á velheppnaðri árshátíð skólans 8.mars síðastliðinn blésu 28 nemar í áfengismæli og staðfestu þannig að þeir hefðu ekki neytt áfengis. Nöfn þeirra voru síðan sett í pott, svokallaðan edrúpott, og nöfn þriggja nemanda dregin út í morgun. Þau heppnu að þessu sinni voru Þórunn Egilsdóttir sem vann 10.000 kr. gjafabréf í SÚN, Ragnheiður Ósk Sigmundsdóttir sem vann klippingu í Gallerí Hári og Guðjón Björn Guðbjartsson sem vann tvo miða á næsta dansleik skólans sem verður í apríl. Góð mæting var á árshátíðinu sem þótti heppnast mjög vel. SVN styrkti nemendafélagið rausnarlega um 100.000 kr. Þrír foreldrar tóku að sér gæslu í sjálfboðavinnu og þakkar skólinn og nemendafélagið þeim kærlega fyrir aðstoðina. Einnig eiga fyrirtækin sem styrktu árshátíðina og gáfu vinninga í edrúpottinn bestu þakkir skilið fyrir að styðja við forvarnir og félagslíf skólans.