Heimsókn frá Tækniskólanum í Klaksvík

Allir hoppuðu af gleði
Allir hoppuðu af gleði

Á dögunum fengum við góða gesti í heimsókn frá Tækniskólanum í Klaksvík í Færeyjum. Hópurinn samanstóð af 28 nemendur og fjórum kennurum. Kennararnir voru úr húsasmíði, málm- og rafiðngreinum. Gestirnir kynntu sér uppbyggingu námsins í VA í þessum greinum og þá aðstöðu sem í boði er. Einnig fengu kennarar og nemendur VA stutta kynningu á Tækniskólanum en heimasíða skólans er http://www.tsk.fo/
Er þetta í annað skiptið sem við fáum heimsókn frá þessum vinum okkar sjá frétt frá 9.10. 2014 http://www.va.is/is/skolatorg/frettir/enginn-titill-7
Myndir frá heimsókninni í gær er að finna http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/heimsokn-fra-taekniskolanum-i-klaksvik?page=1