Edrúpottur

Vinningshafarnir
Vinningshafarnir

Árshátið NIVA fór fram föstudagskvöldið 29. apríl og mættu um 100 nemendur auk 20 kennara og starfsmanna á viðburðinn.  Dregið var í síðastliðinni viku úr edrúpottinum en nemendur blésu í áfengismælinn eftir að þau mættu á dansleikinn eftir árshátíðina.  Alls voru rúmlega 40 nemendur í pottinum. Ölvun var mjög lítil á ballinu og voru flestir nemendur sjálfum sér og öðrum til sóma.

Vinningshafar í edrúpottinum eru eftirfarandi:

25.000 kr gjafabréf hjá SÚN – Friðrik Davíð Gunnarsson

Sennheiser heyrnatól – Jóna María Aradóttir

Gaman er að geta þess að báðir vinningshafar eru meðlimir í edrúfélagi skólans. Við óskum þessum flottu nemendum til hamingju með vinningana og þökkum styrkataraðilanum, sem að þessu sinni var Síldarvinnslan kærlega fyrir stuðninginn við forvarnarstarf skólans.