Heil og sæl
Ákveðið hefur verið að fella kennslu niður mánudaginn 5. október og verður dagurinn notaður til að skipuleggja skólastarfið með tilliti til hertra sóttvarnareglna en þar er í mörg horn að líta.
Ein undantekning er á þessu og hún er sú að kennslu verður haldið úti í eftirfarandi verklegum áföngum á 1. önn í grunnnámi málm- og véltæknigreina á morgun.
- LOGS1PS03 (kennslan á morgun hefst ekki fyrr en kl. 9:25 vegna starfsmannafundar)
- SMÍÐ1NH05
Skólaakstur verður því á hefðbundnum tíma á morgun.
Heimavistin verður opnuð í dag en nemendur sem ekki eiga að mæta í tíma á morgun eru þó hvattir til að mæta ekki fyrr en þörf er á.
Viðbúið er að framundan sé einhver konar blanda á milli staðnáms og fjarnáms sem verður breytileg eftir brautum. Til að geta gengið frá því skipulagi þurfum við bíða eftir auglýsingu heilbrigðisráðherra og frekari leiðbeininga frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti fyrir framhaldsskólana. Ljóst er þó að skólarnir hér á Austurlandi muni þurfa að fylgja sömu reglum og skólar á höfuðborgarsvæðinu.
Vinsamlegast fylgist með fregnum hér á heimasíðunni á morgun.
Góð kveðja, skólameistari