Verkmenntaskóli Austurlands stefnir á að bjóða upp á námskeið á vorönn 2025 í smáskipanámi - skipstjórn fyrir þá sem þurfa aukin atvinnuréttindi til að starfa sem skipstjóri á smáskipum upp í allt að 15m lengd í strandsiglingum (með að hámarki 12 farþegum og takmörkun á farsviði), enda hafi þeir áður öðlast 12m skipstjórnarskírteini eða lokið viðurkenndu smáskipaskipstjórnarnámi sem í boði var fyrir 1. september 2020.
Náminu er dreift á tvær annir.
Fyrirkomulagið verður í formi fjar-og lotunáms og kennt verður samkvæmt nýrri námskrá. Hluti náms verður í fjarnámi en nemendur munu þurfa mæta í verklegar lotur sem verða auglýstar þegar fjöldi nemenda og skipulag lotna liggja fyrir.
Námskeiðið samsvarar 7 eininga námi í framhaldsskóla.
Inntökuskilyrði miðast við að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi og séu a.m.k. 16. ára þegar þeir hefja nám. Ekki er þó hægt að sækja um skirteini hjá Samgöngustofu fyrr en 18 ára.
Frekari upplýsingar um námið má finna hér.
Hægt er að sækja um með því að smella hér.
Verð á námi: 200.000.- (Námskeiðsgjöld eru óafturkræf)
Verkmenntaskóli Austurlands áskilur sér rétt til þess að aflýsa námskeiðinu ef þátttaka er dræm.