Mynd: William Geir Þorsteinsson
Verkmenntaskóla Austurlands var slitið við hátíðlega athöfn í 28. sinn laugardaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni í
Kirkju- og menningamiðstöð Fjarðabyggðar. Alls brautskráðust 36 nemendur af 7 brautum. 12 brautskráðust af félagsfræðibraut, 7 af
náttúrufræðibraut, 5 úr rafvikjun, 2 með iðnmeistarapróf í rafvirkjun, 6 úr húsasmíði, 2 af
sjúkraliðabraut og 2 af braut fyrir leiðbeinendur í leikskólum.
Veittar voru viðurkenningar til nemenda sem hafa skarað fram úr eða náð bestum árangri í einstökum greinum.
Róbert Sigurbjörnssson hlaut verðlaun fyrir ágætan námsárangur í húsasmíði.
Guðbjartur Freyr Gunnarson hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í rafvirkjun.
Bryndís Aradóttir hlaut verðlaun fyrir ágætan námsárangur í sjúkraliðagreinum.
Thelma Rún Magnúsdóttir hlaut verðlaun fyrir ágætan námsárangur á námsbraut fyrir leikskólaliða.
Katrín Hulda Gunnarsdóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku.
Sigrún Hilmarsdóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í félagsfræðigreinum.
Katrín Hulda Gunnarsdóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í stærðfræði.
Katrín Hulda Gunnarsdóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í náttúrufræðigreinum.
Katrín Hulda Gunnarsdóttir hlaut verðlaun frá Stjórnendafélagi Austurlands verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í
raungreinum.
Félagslíf í framhaldsskólum er mikilvægt, bæði fyrir nemendur og skólasamfélagið. Eftirtaldir nemendur hafa starfað dyggilega
að félagslífi skólans og sýnt dugnað og ósérhlífni í þágu samnemenda sinna:
Andrea Magnúsdóttir
Sigrún Hilmarsdóttir
Steina Gunnarsdóttir.
Við skólann hefur verið starfrækt Listaakademía um nokkura ára skeið. Eins og félagslífið er mikilvægt þá er menningin
ekki síður mikilvæg. Listakademían og leikfélagið Djúpið vinna náið saman og setja á hverju ári upp metnaðarfulla
leiksýningu. Eftirtaldir nemendur hafa tekið þátt í tveimur eða fleiri leiksýningum og unnið ötullega í listaakademíunni.
Aníta Eir Jakobsdóttir
Daníel Magnús Bergmann Ásgeirsson
Katrín Hulda Gunnarsdóttir
Sindri Már Smárason.
Að lokum var þremur nemendum veitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur á stúdentsprófi. Þessir nemendur eru með 9
eða hærra í meðaleinkunn.
Katrín Hulda Gunnarsdóttir með meðaleinkunnina 9,62
Smári Björn Gunnarsson með meðaleinkunnina 9,42
Sigrún Hilmarsdóttir með meðaleinkunnina 9,0
Skólinn óskar öllum brautskráðum nemendum skólans innilega til hamingju með áfangann og velfarnaðar í námi, leik og starfi
í framtíðinni.