Fab Lab smiðjan byggist upp jafnt og þétt

Laserinn kominn á sinn stað
Laserinn kominn á sinn stað

Fab Lab smiðjan byggist upp jafnt og þétt

Fab Lab Austurland er smám saman að taka á sig mynd. Framkvæmdum við breytingar á verkkennsluhúsi VA lýkur fljótlega og þá verður hægt að setja upp þau tæki sem komin eru. Tölvurnar bíða óþreyjufullar í kössum eftir að fá sitt pláss og hefja störf sem vettvangur stafrænnar hönnunar. Laserinn er kominn upp úr kassanum og Shopbot-inn (stóri fræsarinn) var hífður inn í húsið í gær – enda engin smásmíði.

Þegar allt verður komið á sinn stað verður til staðar í Fab Lab smiðjunni:

  • Shopbot (stór fræsari)
  • Laser
  • Vínilskeri
  • Þrívíddarprentari (Ultimaker)
  • Lítill fræsari (Roland Mono Fab)
  • Rafeindaverkstæði

Fab Lab Austurland verður formlega opnað á Tæknidegi fjölskyldunnar 8.nóv.. Takið daginn frá.