Fáðu JÁ

Mynd þessi er liður í því að efla varnir gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu á börnum. Markmið myndarinnar er einkum að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.

Nýlegar rannsóknir sýna að 50% íslenskra drengja á aldrinum 16-19 ára neyta kláms einu sinni í viku eða oftar og 20% þeirra eru stórneytendur á klámi, þ.e. neyta þess daglega. Mikill munur er á reynsluheimi stúlkna og drengja því 93% íslenskra stúlkna horfa aldrei eða nánast aldrei á klám.

 

Myndin Fáðu JÁ verður opin öllum á vefnum http://faduja.is/ eru foreldra hvattir til að horfa á hana og ræða hana.