Fiskeldisbraut í undirbúningi

Verkmenntaskóli Austurlands er þátttökuaðili í gerð námsbrautar í fiskeldi með Fjölbrautarskóla Snæfellsness. Stefnt er að því að byrja að kenna eftir námsbrautinni haustið 2018.

Námið er nýtt og spennandi þverfaglegt nám sem fjallar um allt frá sjávarlíffræði og tæknifræði, yfir í öflun, meðferð og úrvinnslu gagna. Námið er sett upp sem tveggja ára bóklegt nám (120 einingar) með námslok á öðru þrepi en vinnustaðaheimsóknir og starfsnám er mikilvægur þáttur í náminu. Námið verður að hluta til kennt í fjarnámi.

Nemendur læra m.a.

  • Um helstu aðgerðir sem þarf til að sinna tæknistörfum á fiskeldisstöð
  • Um mismunandi fiska, líffræði þeirra og heilsuþáttum sem og umhverfisskilyrðum í tengslum við fiskeldi
  • Hvernig umhverfið hefur áhrif á fiskeldi og skráningu þeirra gagna sem notuð eru
  • Um fóðrun, seiðaeldi, framleiðsluáætlanir, framleiðsluferli og hagfræði
  • Hvernig á að nota þann tæknibúnað sem þarf í tengslum við vinnu á nútíma hátækni fiskeldisstöð

Námsbraut í fiskeldi býður upp á ýmsa möguleika t.d. að hefja vinnu hjá fiskeldisfyrirtæki að námi loknu, ljúka stúdentsprófi og fara í frekara nám í fiskeldi við háskólann á Hólum eða erlendis.

Nánari upplýsingar má fá hjá Þorbjörgu Ólöfu Jónsdóttur áfangastjóra VA í síma 477-1620 eða með tölvupósti, bobba@va.is