Hæsta einstaka styrkinn hlaut Verkmenntaskóli Austurlands.

Alls hlutu 26 samfélagsverkefni víða á Austurlandi stuðning í árlegri haustúthlutun Styrktarsjóðs Alcoa Fjarðaáls. Hæsta einstaka styrkinn að þessu sinni, eina milljón króna, hlaut Verkmenntaskóli Austurlands.

Skólinn er um þessar mundir að taka í notkun stafræna Fab-Lab smiðju, sem hefur það hlutverk að gefa nemendum skólans tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti með aðstoð stafrænnar tækni. Elvar Jónsson skólameistari tók á móti styrknum fyrir hönd Verkmenntaskólans.

Sjá nánar http://www.austurfrett.is/lifid/2711-fjardaal-atta-milljonum-varid-til-stydja-samfelagsverkefni-a-austurlandi