Nú styttist í forvarnarmálþingið okkar hér í VA. Að þessu sinni ber viðburðurinn heitið "Bara fínt" þar sem einblínt verður á góða geðheilsu, sem er einn af lykilþáttum í innihaldsríku lífi og ennfremur skoðað hvað það er sem kemur okkur lengra. Til okkar koma flottir fyrirlesarar en það eru þeir Anton Sveinn McKee fyrrum afreksíþróttamaður í sundi og Ólympíufari og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson aðjúnkt við Háskóla Íslands og eigandi og þjálfari hjá KVAN.
Föstudaginn 7. febrúar verður málþing fyrir nemendur eftir hádegi og hefst það klukkan 13:00 í sal Nesskóla - skyldumæting er á málþingið.
Á laugardeginum 8. febrúar er síðan opið málþing fyrir öll þau sem hafa áhuga og má hér finna viðburð með nánari upplýsingum: https://fb.me/e/ixX9OkcTw Opna málþingið fer einnig fram í sal Nesskóla þar sem kaffi og veitingar verða í boði. Hvetjum öll til þess að mæta.
Málþingið er samstarfsverkefni VA og Nesskóla en það eru forvarnarteymi VA og foreldrafélag Nesskóla sem koma að skipulagningu þess. Bakhjarlar málþingsins eru Alcoa og SÚN og þökkum við þeim kærlega fyrir veglegan stuðning sem gerir okkur kleift að halda viðburð sem þennan.