Ágústa, Geir og Ragnar með þjálfara sínum Ingibjörgu Þórðardóttur að keppni lokinni
Lið VA mætti liði FSU í undanúrslitum Gettu betur í kvöld í beinni útsendingu á RÚV. Fjöldi nemenda og starfsfólks fylgdi liðinu suður og studdi afar vel við bakið á liðinu. Eins og fram kom í upphafi keppninnar var þetta í annað sinn í sögunni sem VA kemst í undanúrslit keppninnar og voru Ágústa, Geir og Ragnar því heldur betur að skrá sig á spjöld sögubókanna.
Eftir hraðaspurningar var staðan hnífjöfn 15-15 en í seinni hluta bjölluspurninganna seig lið FSU fram úr og sigraði að lokum með 31 stigi gegn 26. Okkar lið stóð sig frábærlega í þessu mikla ævintýri sem síðustu vikur hafa verið.
Það var þó ekki aðeins í spurningunum sem okkar fólk sló í gegn heldur fluttu systkinin Matthildur Eik og Anton Bragi Jónsbörn lagið Óráð eftir hljómsveitina Amabadama í nýjum búningi. Algjörlega frábær flutningur.
Við erum svo sannarlega ofboðslega stolt af okkar fólki sem hafa staðið sig frábærlega á öllum sviðum!