Frábær fyrsta vika í breyttu umhverfi - enn slípum við til kerfið

Fyrsta vika annarinnar gekk alveg glimrandi vel og það var frábært að sjá svo marga nemendur í skólanum að nýju. Nemendur jafnt sem starfsfólk var fljótt að aðlagast þeim miklu breytingum sem gerðar hafa verið á fyrirkomulagi náms og kennslu. 

Eins og fram hefur komið í vikunni þá erum við að slípa til nýtt fyrirkomulag  til að það virki sem best. Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulaginu og taka gildi frá og með mánudagsmorgni 18. jan.: 

    • Síðasta vinnustofa á föstudegi hefur verið felld út til að ná sem bestri nýtingu og lýkur því skóla kl. 14:20 á föstudögum
      • Undantekning: Einn hópur á 2. önn í húsasmíði er í síðustu kennslustund dagsins til kl. 15:25 - sjá stundatöflur
    • Skólarútan fer á föstudögum frá skólanum kl. 14:25 - sjá tímatöflu hér
    • Breytingar hafa verið gerðir á nokkrum hópum til að jafna fjölda nemenda og annað slíkt - mikilvægt er að allir nemendur skoði vel töflurnar sínar fyrir mánudag
    • Ný vinnustofutafla er komin á heimasíðuna - sjá hér
    • Uppfært skipulagsskjal með tilliti til þessara breytinga má nálgast á þessari slóð: https://bit.ly/skipulagnyttva