Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum

Mynd: Jón Guðmundsson
Mynd: Jón Guðmundsson

Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum var haldið í Nesskóla í gær. Til stóð að halda þingið í VA en upp kom það jákvæða vandamál að mikið fleiri skráðu sig en reiknað var með og var því aðstaða VA til að hýsa þennan viðburð löngu sprungin. Alls mættu 120 manns og kom það fram hjá fyrirlesurum að þetta væri best sótta fræðsluþingið á landsbyggðinni. Þingið var haldið á Reyðarfirði í haust og því er þetta í annað sinn sem það er haldið í Fjarðabyggð. Ekki stóð til að halda þingið aftur í Fjarðabyggð en vegna frumkvæðis VA var það gert og miðað við mætingu var full þörf á því.