Fulltrúar NIVA í Söngkeppni framhaldsskólanna 2015

Laugardaginn næstkomandi fer fram Söngkeppni framhaldsskólanna en þetta er í 25. skipti sem keppnin er haldin. Fulltrúar nemendafélagsins að þessu sinni eru Katrín Lilja Sigurjónsdóttir og Margrét Kolka Hlöðversdóttir. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV og hefst forkeppnin kl. 13. Dómarar velja 11 atriði sem komast áfram í úrslit en eitt atriði kemst áfram í gegnum símakosningu. Úrslitakeppnin hefst kl. 21. Allar upplýsingar um keppnina og hvernig hægt er að kaupa sér miða má lesa https://www.facebook.com/songkeppniframhaldsskolanna

Einnig er hægt að fylgjast með stúlkunum á síðu þeirra https://www.facebook.com/margretogkatrin2015?fref=ts

Starfsfólk og nemendur óska þeim góðs gengis og hlakka til að fylgjast með þeim á laugardag.