Nú er búið að skipuleggja staðnámið sem framundan er í iðnnámi, á framhaldsskólabraut og starfsbraut. Viðbúið er að þetta fyrirkomulag haldist til og með 17. nóvember.
Skipta þarf upp í að hámarki 10 manna hópa sem ekki mega blandast í kennslu.
Nemendur í rafiðndeild, málm- og véltæknideild og byggingaiðndeild hafa fengið upplýsingar í tölvupósti um hvaða hópi þeir tilheyra. Háriðndeild hins vegar er einn hópur og sama á við um starfsbraut og framhaldsskólabraut.
Starfsbraut hefur til umráða rými á 3. hæð – stofur 9, 10 og 11. Framhaldsskólabraut hefur til umráða stofu 5 og nemendarýmið. Háriðndeild hefur til umráða stofur 1 og 3.
Rafiðndeild, málm- og véltæknideild og byggingaiðndeild eru að mestu leyti í hefðbundnum stofum í verknámshúsi en skoðið þó vel töflurnar því einstaka tími fer fram í bóknámshúsi.
Þegar nemendur eru inni í stofu með sínum hópi er ekki grímuskylda .... svo lengi sem hægt er að halda 2ja metra fjarlægð á milli einstaklinga. Ef ekki er hægt að halda þessum nálægðarmörkum þarf að setja upp grímu.
Þegar farið er fram út úr stofum í almenn rými (inngangar, gangar, salerni...) er grímuskylda. Ekki er heimilt að dveljast á göngum eða öðrum almennum rýmum, þetta eru ,,ferðarými.“
Mötuneytisaðstaða er nú eingöngu opin nemendum á heimavist og starfsbraut. Aðrir nemendur eru beðnir að huga að því að koma með nesti í skólann.
Nemendur í rafiðndeild, málm- og véltæknideild og byggingaiðndeild sem búsettir eru utan vistar/Norðfjarðar fá aðstöðu til náms í götum og/eða til að taka þátt í tímum í fjarnámi og er raðað í þessi námsrými í samræmi við það hvaða hópum nemendur tilheyra. Viðkomandi nemendur hafa fengið tölvupóst með nánari upplýsingum.
Athugið að í þessari aðstöðu gilda sömu reglur og í kennslutímum, þ.e. ekki þarf að nota grímu ef hægt er að halda a.m.k. tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga og hópar mega ekki blandast í þessum rýmum.
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna.