Fyrrum nemandi VA hlýtur verðlaun

Það er alltaf gaman þegar nemendum okkar gengur vel, sem og fyrrum nemendum. Á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur sem haldin var á dögunum hlaut Perla Sigurðardóttir viðurkenningu ásamt silfurverðlaunum fyrir árangur á sveinsprófi í húsasmíði en Perla útskrifaðist frá Verkmenntaskóla Austurlands árið 2024. 

Við í VA óskum Perlu innilega til hamingju með verðlaunin!

Hér að neðan má lesa nánar um nýsveinahátíðina ásamt því að sjá myndir frá viðburðinum
https://www.imfr.is/is/frettir/nysveinahatid-2025-lokid