Geðfræðsla.is - ný vefsíða um geðheilbrigði

Upplesin frétt.

Hugrún geðfræðslufélag hefur sett í loftið vefsíðuna gedfraedsla.is þar sem nálgast má upplýsingar um geðheilsu, geðraskanir og úrræði. Að baki félaginu stendur hópur háskólanema í sjálfboðaliðastarfi og snýr starfsemin að því að bæta geðheilsu ungmenna á Íslandi og auka aðgengi að upplýsingum.

Hugrún hefur m.a. heimsótt nemendur VA reglulega undanfarin ár. 

Það er alltaf mikilvægt að huga að geðheilsunni og þekkja einkenni geðraskana, ekki síst nú þegar heimsfaraldur gengur yfir. Þá er ekki síður mikilvægt að vita hvert hægt er að leita ef eitthvað kemur upp.

Upplýsingarnar á síðunni eru mjög aðgengilegar og eru þær í boði á þremur tungumálum; íslensku, ensku og pólsku. 

Hluti vefsíðunnar er tileinkaður foreldrum/forsjáraðilum og þar er að finna leiðbeiningar til að opna á umræðu við ungmenni. Samtal heima fyrir um geðheilbrigðismál er mjög mikilvægt, umræðan eykur líkur á því að ungmenni treysti sér til að ræða málin komi vandamál upp. 

Við hvetjum nemendur og forráðmenn til að kynna sér þessa vefsíðu.