Geðræktardagar

Dagana 9. – 11. mars verða geðræktardagar í VA. Þá mun öll hefðbundin kennsla falla niður og boðið verður upp á ýmiskonar vinnustofur sem tengjast á einn eða annan hátt geðrækt en Verkmenntaskóli Austurlands er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Þeir nemendur sem taka þátt alla geðræktardagana (fyrir og eftir hádegi)  fá eina f-einingu.

Dæmi um vinnustofur sem verða í boði 9. – 11. mars:

• Lífsstíll • Gettu betur • Myndlist
• Skólahljómsveit • Morfís • Raftónlist
• Skólakór • Fab lab • Jóga
• Karate • Skátar – leikir – hnútar - útieldun • Líkamsmyndarnámskeið fyrir stúlkur
• Hljáturjóga • Matreiðsla • Öryggisfræðsla
• Núvitund • Skíðaferð • Skipaeldsneytisfræði
• Námskeið í bestun

Skráning í vinnustofur fer fram dagana 29.02 – 04.03 (nánar auglýst síðar).

Geðræktardagarnir enda á fyrirlestri og pizzuveislu föstudaginn 11. mars (síðdegis) þar sem Logi Geirsson mun verða með fyrirlestur fyrir nemendur.

Laugardaginn 12. mars mun Logi ásamt fleirum koma fram á Geðræktarmálþingi VA og Fjarðabyggðar sem haldið verður í sal Nesskóla frá kl. 11:00 – 14:00 (nánar auglýst síðar).