Gestafyrirlesarar á opnum dögum

Gestafyrirlesarar á opnum dögum

Kristín Tómasdóttir og Snorri Björnsson koma og halda fyrirlestra fyrir nemendur VA á opnum dögum. Fyrirlestrarnir verða miðvikudaginn 6. mars frá kl. 13 til kl. 15 og verður kynjaskipt á þá. Kristín talar við stelpurnar og Snorri strákana.

Kristín er höfundur fræðslubókanna  Stelpur!, Stelpur A-Ö og Stelpur geta allt. Snorri er framhaldsskólakennari við VMA og hefur meðal annars kennt kynjafræði og áfanga sem heitir karlmennska og lífsstíll.

Fyrirlestur Snorra kallast Karlmennska og jafnrétti – af hverju ættu karlar að vilja jafnrétti?

Fyrirlestur Kristínar kallast Stelpur geta allt! Fræðsla til stelpna með áherslu á mótun sjálfsmyndar og hvatningu.

Skyldumæting fyrir alla nemendur VA!