Eins og fram kom í síðustu viku hefur sú hefð verið við lýði að Gettu betur lið skólans keppi við lið starfsmanna morguninn fyrir keppni. Í þetta sinn voru það þó ekki starfsmenn skólans heldur úrvalslið Austurendans. Úr varð gríðargóð og spennandi keppni. Liðsmenn Austurenda virtust þó ekki átta sig almennilega á því að byrjað var á hraðaspurningum þar sem hvert svar þeirra krafðist töluverðs umhugsunartíma. Að hraðaspurningum loknum var staðan 17-11 Gettu betur liðinu í vil. Í bjölluspurningunum var rýmri umhugsunarfrestur sem kom liði Austurenda til góða. Þó varð niðurstaðan sú að Gettu betur liðið vann sannfærandi og glæsilegan sigur 27-21.
Lið VA mætir Menntaskólanum á Ísafirði í annarri umferð Gettu betur kl. 19:30. Viðureignin verður í beinni útsendingu á Rás 2. Við hvetjum alla til að hlusta og styðja við liðið okkar!