Um verkefnið TÆKNILAUSN, sem VA stendur að í samstarfi við Austurbrú segir svo í
umsókninni: Markmið verkefnisins er að gefa fólki á vinnumarkaði tækifæri til að vinna að tæknilausn á skilgreindu
vandamáli daglegs lífs. Á námskeiði verður lögð áhersla á skapandi hugsun við lausn á einhverju tæknilegu
„vandamáli“. Verkefnin keppa svo um bestu lausnina á Tæknidegi í Verkmenntaskóla Austurlands í mars mánuði 2014. Ennfremur
segir svo: Verkefnið „Tæknilausn“ felur í sér að Verkmenntaskólinn og Austurbrú halda námskeið fyrir fólk á
vinnumarkaði sem langar til að auka hæfni sína á tæknisviði. Þátttakendur vinna í smiðjum skólans að þessum lausnum einn
seinnipart í viku (4 klst) í tvo mánuði undir leiðsögn kennara. Þegar tillaga að lausn er komin af hugmyndastigi þá er hún
„smíðuð“ í smiðjum skólans. Það er lítið um svona verkefni í boði a.m.k. úti á landi. Skólar hafa
ekki fjármagn yfirleitt til að sinna slíkum verkefnum þar sem þau eru ekki einingabær í framhaldsskólakerfinu. Það er einnig oft talað
um það á hátíðastundum að auka skapandi hugsun og frumkvæði.
Í umsókn um styrkinn sem Alcoa Fjarðaál veitti segir svo:
Námskeiðaröð fyrir nemendur Verkmenntaskóla Austurlands. Námskeiðin verða 4 talsins í október, nóvember (2013), febrúar og
mars (2014) ”kennd” einu sinni í viku eftir skóla kl. 16:30 – 18:30. Námskeiðin miðast við að nemendur af Austurlandi, sem nám stunda
í VA geti sótt námskeiðin. Stefnt er það því að fella námskeiðstímann að áætlunarferðum
Fjarðabyggðar. Efni námskeiðanna miða að sjálfsstyrkingu, félagsfærni, tómstundaiðkun
og heilbrigðum lífsháttum.