Greiðsluseðlar, mötuneyti o.fl..

Allar upplýsingar um fyrirkomulag á vorönn 2015 eru sendar í tölvupósti til nemenda og til forráðamanna þeirra nemenda sem eru undir 18 ára. Greiðslukröfur  v/ innritunar- og heimavistargjalda eru stofnaðar  í heimabanka og ekki sendir út greiðsluseðlar. Ef einhver þarf að fá greiðsluseðil á pappírsformi  hafið þá samband við Sigurborgu Hákonardóttur fjármálastjóra í síma 4771788 eða á sigurborg@va.is  og seðillinn verður sendur í pósti. Þessi breyting er liður í að minnka pappírsnotkun eins og kostur er.

Ekki er gert ráð fyrir því að aðrir en nemendur á heimavist og starfsfólk verði í hádegismat í mötuneyti skólans í næstu viku enda aðeins próf á dagskrá þessa síðustu viku fyrir jólafrí sjá nánar á  http://www.va.is/is/namid/proftafla-verkmenntaskola-austurlands-vor-2013.