Sú hefð hefur skapast í upphafi haustannar að nýnemar í VA gróðursetji trjáplöntur í svokallaðan VA-Lund. Lundurinn er
staðsettur við suðvesturhorn tjaldsvæðisins neðan snjóflóðarvarnargarða. Með tímanum verður þessi lundur vonandi gróinn
fallegum trjám. Fimmtudaginn 18. september nýttu nýnemarnir lífsleiknitímann í að gróðursetja og fræddust í leiðinni um
starfsemi mannréttindasamtakanna Amnesty International. Skólinn hefur haft það að markmiði sínu á hverju skólaári að vekja athygli
á mannréttindum. Á síðasta skólaári voru mannréttindi hinsegins fólks í Rússlandi í brennidepli en nú er
athyglinni beint að æskubúðum Amnesty í Marokkó – Keep the campus alive. En þarlend stjórnvöld hafa lagt bann við að
þær verði haldnar. Æskubúðirnar hafa verið haldnar víðsvegar um heiminn siðan 1989, þar hittast ungir aðgerðarsinnar og deila
reynslu sinni í baráttunni fyrir mannréttindum