Gulur dagur og heimsókn frá Píeta samtökunum

Á myndinni má sjá lengst til vinstri Benedikt Þór Guðmundsson verkefnastjóri Píeta, Gunnhildur Ólafs…
Á myndinni má sjá lengst til vinstri Benedikt Þór Guðmundsson verkefnastjóri Píeta, Gunnhildur Ólafssdóttir fagstjóri Píeta, Petra Lind Sigurðardóttir, Eydís Ásbjörnsdóttir, Birgir Jónsson, Ellen Calmon framkæmdastýra Píeta & Guðný Björg Guðlaugsdóttir náms- og starfsráðgjafi.

Þann 10. september var líflegt um að litast í skólanum en þá mættu bæði nemendur og starfsfólk í gulum klæðum í tilefni dagsins. Dagurinn er tileinkaður alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga og fengum við góða heimsókn frá Píeta samtökunum sem komu og kynntu starfið sitt, dreifðu bæklingum og hvöttu okkur öll til að vera duglegri að tala um líðan. Við þökkum Píeta samtökunum kærlega fyrir komuna.

Hér má sjá upplýsingar um gulan september

Upplýsingar um Píeta samtökin