Á morgun, miðvikudaginn 6. sept., förum við í okkar árlegu haustgöngu. Farið verður með rútu að Hólmanesi og gengið verður um Nesið og inn í Eskifjörð.
Dagskrá:
8:20 – 9:40 Kennt samkvæmt stundaskrá.
10:00 Brottför rútu frá VA.
13:00/13:30 Grillaðar pylsur í boði VA á Eskifirði.
14:30/15:00 Áætluð dagskrárlok. Nemendur sem búa á Eskifirði geta farið heim að lokinni dagskrá og aðrir geta notað almenningssamgöngur frá Eskifirði eða tekið rútuna til baka í Neskaupstað.
Mikilvægt er að göngufólk sé í góðum skóbúnaði og klæði sig samkvæmt veðri. Gott er að hafa drykki og smá nesti til að njóta á leiðinni.
Tekið verður manntal í göngunni, þeir nemendur sem ekki taka þátt fá fjarvist í kennslustundum dagsins.
Reiknað er með að allir nemendur og starfsfólk fari í gönguna og því verður ekki hádegismatur í mötuneyti skólans.