Haustganga 2014 - fimmtudaginn 11. september

Frá haustgöngu 2013
Frá haustgöngu 2013

Haustganga 2014 - fimmtudaginn 11. september

Dagskráin er eftirfarandi:

  • 8:30 – 10:15. Kennsla
  • Kl. 10:30. Brottför. Farið með rútum upp að skíðaskála.
  • Kl. 11:00. Göngur hefjast. Tvær gönguleiðir verða í boði, önnur upp á Svartafjall sem er merkt leið http://www.simnet.is/ffau/endamerk18.jpg hin eftir vegslóðanum upp á Oddsskarð.
  • Kl.14:00 – 15:00. Grillveisla við skíðaskálann
  • Kl.15:15. Brottför. Rútur fara bæði til Reyðarfjarðar og Norðfjarðar

Mikilvægt er að göngufólk sé vel útbúið varðandi nesti, drykki, fatnað og skó. Einnig er mikilvægt að borða næringarríkan morgunverð.

Göngustjórar taka manntal. Þeir sem ekki treysta sér í göngu geta tekið þátt í undirbúningi grillveislu og einnig verður hægt að grípa í spil o.fl. í skíðaskálanum.

Reiknað er með að allir nemendur og starfsfólk fari í gönguna og því verður ekki hádegismatur í mötuneyti skólans.