Haustganga á morgun - þriðjudaginn 3. september

Kl. 11:30. Mæting á gervigrasvöll. Nemendur og starfsmenn velja sér þá göngu sem þeir ætla í. Í boði eru þrjár gönguleiðir. Þær eru eftirfarandi:

  1. Drangaskarð. Krefjandi en gefandi ganga með góðu útsýni yfir Norðfjörðinn og nærliggjandi firði en einnig yfir í Mjóafjörð. Hægt er að nota tækifærið og skoða snjóflóðamannvirkin efst í Drangaskarði. Íþróttaakademían (ÍÞA) sér um púlsmælingar og fræðir göngufólk um ýmislegt varðandi líkamsstarfsemina. Göngustjórar eru Elvar Jónsson  og Pjetur St. Arason.

 

  1. Hrafnakirkja. Mun styttri ganga og gert ráð fyrir lengri stoppum þar sem farið er yfir ýmiskonar fróðleik varðandi Hrafnakirkjuna. Göngustjórar eru Ingibjörg Þórðardóttir og Þorvarður Sigurbjörnsson.

 

  1. Hagi og Páskahellir. Gengið er að mestu leyti á sléttlendi. Gert er ráð fyrir nokkrum stoppum þar sem farið er yfir ýmisskonar fróðleik varðandi Urðirnar, Páskahelli o.fl.. Göngustjórar er Sigurborg Hákonardóttir og Þórður Júlíusson.

 

 

Mikilvægt er að göngufólk sé vel útbúið varðandi nesti, drykki og fatnað. Einnig er mikilvægt að borða næringarríkan morgunverð.

Kl. 12:00. Göngur hefjast.

Kl. 15:00 – 16.00. Grillveisla og nýnemafjör. Grillmeistarar eru Björgúlfur Halldórsson og Jón Þorláksson.

 

Göngustjórar taka manntal í hverri göngu fyrir sig.

Rautt þema er í göngunni, fyrir þá sem vilja, til stuðnings baráttu samkynhneigðra í Rússlandi. https://www.allout.org/russiaevents