Haustganga, nýnemadagur, kosningar - 1. sept.

Haustganga, nýnemadagur og kosningar föstudaginn 1. september

Dagskrá:
  • 8:30-9:30. Kennsla (aðeins fyrsta kennslustund verður kennd þennan dag)
  • 10:00 – 13:00. Haustganga. 
    • Brottför frá VA kl. 10:00. Ekið inn að Grænanesi þar sem gengið verður á Lolla. Nokkuð þægileg ganga þar sem miðað verður við að fólk gengur mis hratt og langt. Um að gera að hafa með sér ílát fyrir ber. Markmiðið er ekkkert endilega að allir fari uppá Lolla heldur að allir njóti útiveru og náttúrufegurðar. Einnig verður í boði láglendisganga með Norfjarðará fyrir þá sem það vilja. 
    • Áætluð brottför til baka er um kl.12:30.
  • 13:00 – 15.30. Grillveisla og nýnemafjör.  Nemendafélagið heldur úti leikjum og dagskrá á fótboltavellinum. Úrslit vegna kosninga í Nemendaráð verða tilkynnt.

Mikilvægt er að göngufólk sé vel útbúið varðandi nesti, drykki og fatnað – sérstaklega varðandi skóbúnað. Einnig er mikilvægt að borða næringarríkan morgunverð.

Tekið verður manntal í göngunni, þeir nemendur sem ekki taka þátt fá fjarvist í kennslustundum dagsins.

Nemendaráð auglýsir frekara fyrirkomulag kosninganna og nýnemafjörið á Facebook. Öllum nemendum er velkomið að taka þátt í nýnemafjörinu.