Heimsókn nemenda til Rarik

Í Apríl s.l. fóru nemendur okkar á síðasta árinu í rafiðn og vélstjórn í heimsókn til Rarik á Egilstöðum þar sem þeir fengu að kynnast starfsemi fyrirtækisins. Nemendur fengu m.a. að prófa að klifra upp tréstaur í búnaði frá Rarik og fengu sýnikennslu á hinum ýmsu tækjum og tólum sem notuð eru á vegum Rarik.

Kunnum við starfsfólki Rarik bestu þakkir fyrir móttökurnar en heimsóknir sem þessar eru gulls ígildi fyrir nemendur okkar sem fá að kynnast störfum á vettvangi.

Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni