Hlaðvarpið Hafliði kennari

Upplestur á frétt.

Starfsfólk VA tekur sér ýmislegt fyrir hendur eins og fyrri daginn. Hafliði, kennari í rafinu, hafði nýlega frumkvæði að gerð hlaðvarpsþátta. Nú hafa tveir þættir verið gefnir út. Í þeim fyrri ræddi Hafliði við Birgi, gæðastjóra skólans, um leiðsagnarmat/nám. Í þeim seinni kom Lilja skólameistari og ræddi viðbrögð skólans við COVID-19 heimsfaraldrinum. Fleiri þættir eru á teikniborðinu og verður spennandi að heyra hvert næsta umræðuefni verður.

Það er svo sannarlega hægt að mæla með þessum frábæru þáttum. Hægt er að nálgast þættina á öllum helstu streymisveitum undir nafninu Hafliði kennari. Fyrir lesendur okkar má finna hlekki á þættina hér fyrir neðan.

Heimsfaraldur COVID-19 í VA.

Leiðsagnarnám.