Katrín Hulda Gunnarsdóttir
Katrín Hulda Gunnarsdóttir, nemandi á náttúrufræðibraut, hlaut Fulbright styrk á dögunum til að sækja
sumarnámsstefnu í umhverfisfræðum. Um fimm vikna námsstefna fyrir unga evrópska leiðtoga er að ræða og
verður hún haldin á vegum mennta- og menningarmálaskrifstofu bandaríska utanríkisráðuneytisins í byrjun júlí.
Námsstefnan er haldin í Kansas State University. Allur kostnaður er greiddur fyrir þátttakendur (ferðir, uppihald, bækur, tryggingar ofl.). Krefjandi
dagskrá verður fyrir nemendur þar sem áhersla er lögð á ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélagsþjónustu, ásamt
kynningu á bandarískri menningu og þjóðlífi. Námsstefnan byggir á virkri þátttöku, vettvangsferðum, verkefnum og
umræðum. Jafnframt taka nemendur þátt í fjölbreyttri skemmtidagskrá.
En hvaða þýðingu hefur þessi styrkur fyrir Katrínu Huldu?
Mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt og líka mjög gott tækifæri til að kynna mér umhverfismál í heiminum. Einnig að
kynnast evrópskri og bandarískri menningu því þetta eru krakkar frá Evrópu sem eru að koma á námskeiðið og svo er
það auðvitað í Bandaríkjunum. Gaman að geta nýtt sumarið í að ferðast og fá styrk til þess en samt að læra
eitthvað sem getur nýst mér í framtíðinni.
Katrín útskrifast í vor af náttúrufræðibraut frá VA en í hvaða nám ætlar hún í framhaldinu?
Ég stefni á að hefja nám í líffræði við HÍ núna í haust.
Hvað stendur upp úr á þessum þremur árum sem þú hefur verið í VA?
Fjölbreytni er það sem stendur upp úr því ég hef áhuga á svo mörgu og ég fékk að gera allt sem ég vildi.
Algjör snilld að geta valið þá áfanga sem maður vill vera í t.d. þótt ég sé á
náttúrurfræðibraut þá gat ég verið í Listaakademínunni. Starfið í Listaakademínunni var mjög skemmtilegt
sérstaklega að taka þátt í uppsetningu á þremur söngleikjum. Heilt yfir er ég mjög sátt við mitt nám í VA og held
að það hefði ekki verið betra annarsstaðar. Ég sé ekki eftir því að hafa valið VA á sínum tíma.
Til hamingju með styrkinn Karín Hulda og gangi þér vel.