Íslandsmót iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram í Laugardalshöll, 13.-15. mars. Fimm nemendur keppa fyrir hönd VA, þær Díana Ósk Jónsdóttir, Erla Marín Guðmundsdóttir og Guðveig Fanney Jónasdóttir sem keppa í háriðn, Hafsteinn Jökull Þorgeirsson í málmsuðu og Þorvaldur Jón Andrésson í húsasmíði.

Þær Díana, Erla og Guðveig kepptu á fyrsta keppnisdegi og var víkingaþema. Díana komst á pall þar sem hún lenti í öðru sæti. Við óskum henni og öðrum nemendum innilega til hamingju með frábæran árangur í keppninni. Við erum afar stolt af okkar frábæru nemendum!

Í Laugardalshöllinni er einnig kynning á framhaldsskólum á Íslandi. VA er með glæsilegan kynningarbás, verið hjartanlega velkomin!