ÍÞA í frjálsum

Síðastliðinn sunnudag fór fram Páskaeggjamót ÚÍA og Fjarðarsports. Um fjálsíþróttamót er að ræða. Nemendur úr Íþróttaakademíu Verkmenntaskóla Austurlands (ÍÞA) tóku þátt í mótinu. Þátttaka nemenda var með tvíþættum hætti. Í fyrsta lagi störfuðu þeir við mótið þ.e við tímatöku, mælingar, skráningar o.fl.. Í öðru lagi keppti hluti nemenda á mótinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá Björgvin Jónsson flúga yfir 1,75 í hástökki en hann sigraði í greininni eftir að hafa fellt naumlega 1,80m.  Björgvin og Andrea Magnúsdóttir sigrðuðu svo í stigakeppni 16 ára og eldri.