Kærleiksdagar VA voru haldnir í fjórða sinn í byrjun marsmánaðar og var undirliggjandi markmið að safna fé til kærleiksríks málefnis ásamt því að leggja áherslu á kærleik meðal nemenda og kennara. Kusu nemendur að safna fé til að styðja við söfnun til styrktar fórnarlamba jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi. Söfnunarféð sem safnað var, var 115 þúsund og var það lagt inn á söfnunina nú eftir páska. Við þökkum öllum kærlega fyrir sem lögðu sitt á vogarskálarnir til stuðnings á málefninu.
Á Kærleiksdögum vinnum með með kærleik á víðu samhengi. Við reynum að láta gott af okkur leiða, við eflum tengsl milli nemenda VA, við hugum að leiðum til að sýna okkur sjálfum og öðrum kærleik og víkka sjóndeildarhringinn því með aukinni þekkingu og víðsýni getum við dregið úr fordómum og aukið kærleik hvert til annars. Á þessum kærleiksdögum nutu nemendur og starfsfólk fjölbreyttra vinnustofa saman auk þess að fá fræðslu um hjálparstarf.