Þann 9. febrúar síðastliðinn heimsótti enskuáfanginn ENSK1ÞS05 kaffihúsið Nesbæ í Neskaupstað.
Í áfanganum eru nemendur að læra um ýmsar hliðar þjónustustarfa og var ákveðið að fyrsta vettvangsheimsóknin yrði á kaffihúsið. Þar gátu nemendur notið þess að fá sér kaffi/heitt súkkulaði/ mat og kökur, ásamt því að öðlast innsýn í það hvernig er að vinna á slíkum stað.
Nemendurnir höfðu undirbúið sig afar vel og höfðu sett niður á blað 22 spurningar fyrir starfsfólkið. Voru þær sérstaklega sniðnar að Siggu, eiganda kaffihússins en hún tók á móti hópnum. Hver nemandi spurði nokkurra spurninga og skrifaði svörin hjá sér. Upplýsingarnar verða síðan notaðar í komandi kennslustundum þegar hópurinn vinnur með þemað: Að vinna í þjónustustörfum.
Dæmi um spurningar nemenda:
Hvenær hófst reksturinn á kaffihúsinu?
Finnst þér skemmtilegt í vinnunni?
Er starfsreynsla nauðsynleg?
Hversu marga starfsmenn þarf á kaffihúsið - á veturna/sumrin?
Vinnutími; laun?
Hversu mikil áhrif hefur Covid-19 haft á starfið?
Þetta var mjög ánægjuleg kennslustund og voru Tess og Auður mjög hrifnar af virkni og áhuga nemenda.