Upplestur á frétt.
Kennsla á Bláa hnettinum hefst að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 15. apríl, skv. stundakrá. Fyrirkomulagið er með sama hætti og var fyrir páskaleyfi, þ.e. fjarkennsla. Sama dag verða komnar upplýsingar á kennsluvefi áfanga um hvernig lokaprófum og námsmati verður háttað en viðbúið er að einhverjar breytingar verði á námsmati í flestum áföngum. Sem dæmi má nefna að sumum lokaprófum verður breytt í lokaverkefni og eins verður lokaprófum í sumum áföngum breytt í heimapróf.
Þar sem takmörkunum á skólahaldi sem fylgdu samkomubanni verður að hluta til aflétt þann 4. maí er nú unnið að skipulagningu verklegarar kennslu á iðnnámsbrautum í maí. Upplýsingar um fyrirkomulagið verða sendar til nemenda eins fljótt og auðið er.
Fyrirkomulagið er því gróflega með eftirfarandi hætti:
- Nemendur á eftirfarandi námsbrautum koma ekki aftur inn í skólann á vorönn:
- Náttúruvísindabraut
- Félagsvísindabraut
- Nýsköpunar- og tæknibraut
- Framhaldsskólabraut
- Framhaldsskólabraut - nýbúar
- Starfsbraut
- Opin stúdentsbraut
- Nemendur á eftirfarandi námsbrautum verða kallaðir inn í maí skv. stundaskrám sem eru í vinnslu:
- Grunnám málm- og véltæknigreina, 2. önn
- Vélstjórn, 4. önn
- Húsasmíði, 2. önn
- Húsasmíði, 5. önn
- Háriðn, 2. önn
- Háriðn, 4. önn
- Rafiðn, 4. önn (RTMV2DA05) - ath. þetta er breyting frá því sem áður var gefið út
- Dreifnám rafiðngreinar
- Dreifnám málm- og véltæknigreinar