Hestamannafélagið Blær og Verkmenntaskóli Austurlands munu standa fyrir námskeiði í knapamerkjum 1 og 2 á vorönn 2014.
Kennari verður Ragnheiður Samúelsdóttir og verður kennt í nokkrum helgarlotum, frá föstudegi til sunnudags. Námið er bæði
bóklegt og verklegt og lýkur með prófi, nánari upplýsingar má sjá á www.knapamerki.is.
Fyrsta helgarlotan verður milli jóla og nýárs og byggir hún á bóklegri kennslu og sýnikennslu en í öllum lotum eftir það
er nauðsynlegt að hafa hest.
Kennt verður eftirfarandi helgar (með fyrirvara um breytingar).
27.-29. desember
17. – 19. janúar
14. -16. febrúar
14. -16. mars
18. -20. apríl
Verð fer eftir fjölda þátttakenda.
Nánari upplýsingar um námskeiðið gefur Þórhalla Ágústsdóttir – 8919419 – turhilla@va.is
Skráning fer fram í Verkmenntaskóla Austurlands í síma 4771620 eða í tölvupósti - bobba@va.is