Könnun á líðan nemenda og skólabrag
Sem liður í geðræktarþema heilsueflandi framhaldsskólaverkefnisins verður í nóvember lögð fyrir könnun um líðan og
skólabrag fyrir dagskólanemendur Verkmenntaskólans. Könnunin er gerð í gegnum Skólapúlsinn sem framkvæmir samræmda könnun á
líðan og skólabrag framhaldsskólanema í nóvember á hverju ári. Könnunin er styrkt af Lýðheilsusjóði og hefur
verið þróuð í samstarfi við Landlæknisembættið. Könnunin miðar að því að gera framhaldsskólum mögulegt að
meta stöðu og árangur af því þróunarstarfi sem snýr að líðan og skólabrag. Niðurstöður könnunarinnar birtast
í nafnlausum samanburði við aðra framhaldsskóla á aðgangi skólans hjá Skólapúlsinum og gefur skólum þar með
góða mynd af stöðu sinni á landsvísu og sparar skólum bæði tíma og fyrirhöfn. Frekari upplýsingar má nálgast
hér. Upplýsingar til forráðamanna yngri en 18 ára hafa verið sendar í tölvupósti en
það bréf má einnig lesa hér.
Nemendur fá afhentan miða með aðgangs- og lykilorði. Þeir nemendur sem ekki fá miðann í kennslustundum geta nálgast hann hjá
ritara. Engar persónugreinalegum upplýsingum er safnað. Skólinn fær ekki aðgang að upplýsingum fyrr en 80% svarhlutfalli úrtaksins hafi verið
náð því annað getur gefið skakka mynd af nemendahópnum. Það er gríðarlega mikilvægt að sem flestir taki þátt.
Upplýsingarnar verða notaðar til að vinna að bættri þjónustu skólans við nemendur.