kynning á Erhversakademi Sydvest

Mánudaginn 24. febrúar kl. 8:30 í stofu 1 mun fara fram kynning á Erhversakademi Sydvest sem staðsettur er í Esbjerg. Þetta er háskóli sem býður upp á diplómanám (2 ára nám) og nám til B.S og B.A gráðu. Í skólanum er lögð áhersla á eftirfarandi greinar:

Markaðsfræði - kennt á ensku eða dönsku

Margmiðlunarhönnun - kennt á ensku

Tölvufræði - kennt á ensku

Fatahönnun - kennt á ensku

Byggingarfræði/Tæknifræði - kennt á dönsku

Rafmagnsiðnfræði - kennt á dönsku

Rekstrariðnfræði/rekstrartæknifræði - kennt á dönsku og ensku. Aðaláherslan á orkuiðnað (olía, gas og vindorka)

 

Kynningin mun fara fram á íslensku og eru áhugasamir nemendur hvattir til að mæta.