Í VA er boðið upp á kynningu fyrir forsjáraðila nýnema í upphafi haustannar enda skiptir áhugi og eftirfylgni með nemendum sem eru að hefja framhaldsskólanám gríðarlega miklu máli.
Alla jafna fer kynningin fram á notalegri kvöldstund í matsal heimavistar. Í ár gátum við því miður ekki farið þessa hefðbundnu leið vegna sóttvarnaráðstafana en þess í stað skelltum við í netkynningu.
Hér má finna glærur frá kynningunni (kynning á Innu og Kennsluvef er ekki á glærum, heldur var kíkt á vefina sjálfa):
- Kynning Lilju - Skóladagatal, skólasóknarreglur, veikindatilkynningar, nemendaþjónusta, jöfnunarstyrkur, heimasíða, Inna
- Kynning Salóme - Forvarnir, foreldrafélag, íþróttaakademía
- Kynning Birgis - Kennsluvefur, félagslíf, erlent samstarf, ýmiss konar uppbrot
- Kynning Guðnýjar - Hlutverk og þjónusta náms- og starfsráðgjafa
Við hvetjum svo forsjáraðila til að gefa sér tíma til að flakka hér um heimasíðu skólans, þar er að finna mikið magn upplýsinga um skólastarfið.