Landsliðsblakarar í VA

Óhætt er að segja að mikið sé um landsliðsblakara í VA og hafa þeir keppt víða fyrir Íslands hönd undanfarið.

Í U19 landsliði kvenna eru þrjár stúlkur úr VA, þær María Rún Karlsdóttir, Gígja Guðnadóttir og Særún Birta Eiríksdóttir og kepptu þær fyrr í mánuðinum á Norðurlandamóti NEVZA í Kettering á Englandi. Þar lentu íslensku stúlkurnar í 3. sæti.

Birkir Freyr Elvarsson spilar með U19 landsliði karla og keppti einnig fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti NEVZA í Kettering á Englandi. Íslensku piltarnir höfnuðu þar í 5. sæti.

Með U18 landsliði kvenna leikur Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir og keppti hún nýlega fyrir Íslands hönd í Evrópukeppninni í blaki í Falköping í Svíþjóð. Liðið komst ekki áfram.

Atli Fannar Pétursson leikur með U17 landsliði karla og keppti nýlega á Norðurlandamóti NEVZA í Ikast í Danmörku. Þar höfnuðu piltarnir í 5. sæti. Á sama móti léku með U17 landsliði kvenna þær Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir, Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Tinna Rut Þórarinsdóttir. Stúlkurnar lentu þar í 4. sæti.