Leiklistarnámskeið Listaakademíu VA

Leikfélagið Djúpið er fornfrægt félag sem starfaði hér í skólanum áður en Covid-faraldurinn skall á og lamaði starfsemina. Þá var verið að undirbúa sýningu á söngleiknum Addams-family. Nú er að hefjast vinna við að reisa Djúpið við aftur.

Það er von á Almari Blæ Sigurjónssyni í heimsókn til okkar í listaakademíuna eftir páskana og verður hann með leiklistarnámskeið hjá okkur mánudaginn 17. apríl og þriðjudaginn 18. apríl. Námskeiðið hefst kl. 16:00 mánudaginn 17. apríl. Ekki er alveg fast ákveðið hvenær það byrjar svo á þriðjudag en það verður seinni part dags.

Almar Blær er ungur Reyðfirðingur sem útskrifaðist úr Leiklistadeild LHÍ vorið 2021 og hefur starfað sem fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið síðan en hefur líka leikið í kvikmyndum og sjónvarpi. Það er alveg ljóst að það verður stuð og stemmning á þessum tveimur námskeiðum.

Hér fyrir neðan er svo hlekkur þar sem hægt er að skrá sig á Námskeiðið.

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScOsiwqSNARq61gtoRmelJi8aSh-r_mI0tIZxGOBBbcImV5SA/viewform?usp=sf_link